Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Bæn.

13.3.2014.Ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Jer.29:11.

Jesús sagði: ,,Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður.'' Matt.5:44.


Bæn.

12.3.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég geti unað hinu einfalda lífi mínu. Ég bið, að ég haldi lífi mínu frjálsu og einföldu.

Fyrst þér því eruð uppvaktir með Kristi, þá keppist eftir því, sem er hið efra, þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs. Hugsið um það, sem er hið efra, en ekki um það, sem á jörðunni er. Kól.3:1-2.


Bæn.

11.3.2014.Bæn dagsins:

Guð gefi að ég megi gaumgæfa mikihæfa persónuleika uns ég mótast af fegurð þeirra og framkomu. Ég bið að ég með eigin líferni megi endurspegla hið fagra sem ég nem.

Hann skaltu láta heita Jesúm, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra. Matt. 1:21.


Bæn.

10.3.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að andi minn samstillist almættinu. Ég bið, að ég geti með trú og samfélagi við Guð fengið þann styrk sem ég þarfnast.

Guð skal reynast sannorður, þótt sérhver maður reyndist lygari. Róm.3:4.

 


Bæn.

9.3.2014Bæn dagsins:

Ég bið að ég geti verið hreinskilinn, einlægur, óeigingjarn, og kærleiksíkur. Ég bið, að ég geti þannig gefið lífi mínu innra gildi.

Fyrir því hefir og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra, til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús Kristur er Drottinn. Fil.2:9-11.


Bæn.

8.3.2014Bæn dagsins:

Ég bið að ég njóti Hjálpar og bata fyrir áhrif frá sönnu andlegu samfélagi. Ég bið, að ég skynji nærveru Guðs í uppbyggilengum félagsskap.

Orð krossins er heimska þeim, er glatast, en oss, sem hólpnir verðum ,er það kraftur Guðs. 1.Kor.1:18.


Bæn.

7.3.2014Bæn dagsins:

Ég bið að ég reyni af öllum mætti að gera vilja Guðs. Ég bið, að ég geri allt sem ég get til að hjálpa öðrum að átta sig á  Guðs vilja.

Jesús sagði: ,,Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir. Biðjið þvíherra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.'' Matt.9:37-38.

Drottinn agar þann, sem hann elskar, og hirtir harðlega hvern þann son, er hann að sér tekur. Þolið aga. Heb.12:6-7.


Bæn.

6.3.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég vinni fyrir Guð og með honum. Ég bið, að Guð hjálpi mér til að hjálpa öðrum.

Sæll er sá maður, sem stenzt freistingu, því að þegarhann hefir reynzt hæfur, mun hann öðlast kórónu lífsins, sem Guð hefir heitið þeim, er elska hann. Jak.1:12.


Bæn.

5.3.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég sé óhræddur. Ég bið, að ég geti úthýst öllum ótta úr lífi mínu.

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu.

Farmar ber að hlýða Guði en mönnum.


Bæn.

4.3.2014Bæn dagsins:

Ég bið að ég verði óeigingjarnari, heiðvirðari, sannari og kærleiksríkari en áður. Ég bið að dag hvern velji ég réttu leiðina.

Jesús sagði: ,,Upskeran er mikil, en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.'' Matt.9.37-38.

Á hagkvæmri tíð bænheyrði ég þig, og á hjálpræðis degi hjálpaði ég þér. 2.Kor.6:2


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

239 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 156
  • Frá upphafi: 207947

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 116
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.