Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Bæn.

19.2.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég fylgi leiðsögn Guðs, svo mér hlotnist andleg velgen gni. Ég bið að ég rengi aldrei mátt Guðs og taki til minna eigin ráða.

Kristur Jesús afmáði dauðann, en leiddi í ljós líf og óforgengileika með fagnaðarerindinu. 2.Tím.1:10.


Bæn.

18.2.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég leggi alla erfiðleika í hendur Guðs og skilji þá þar eftir. Ég bið að ég treysti Guði algjörlega til að sjá um þá.

Ég, Drottinn, Guð þinn, held í hægri hönd þína og segi við þig: ,,Óttast þú eigi, ég hjálpa þér.'' Jes.41:13.


Bæn.

17.2.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég nálgist Guð í kyrrlátu samfélagi. Ég bið að ég hljóti skerf þeirra andlegu fæðu sem Guð hefur búið mér.

Ef einhver óttast Drottin, mun hann kenna honum veg þann, er hann á að velja. Sálm.25:12. 


Bæn.

16.2. 2014.Bæn dagsins.

Ég bið að ég sé kyrrlátur og leiti samfélags við Guð. Ég bið að ég nemi þolinmæði, hógværð og frið.

Prófa mig, Guð, og þekktu hjarta mitt, rannsaka mig og þekktu hugsanir mínar, og sjá þú,hvort ég geng á glötunarvegi, og leið mig hinn eilífa veg. Sálm. 139:23-24.


Bæn.

15.2.2014Bæn dagsins:

Ég bið að ég geti orðið áhald hins guðlega máttar. Ég bið að ég geti lagt fram minn skerf til endursköpunar heimsins.

Ég vil lofa þig, Drottinn, af öllu hjarta, segja frá öllum þínum dásemdarverkum. Sálm.9:2.

Jesús sagði: ,, Þannig verður fögnuður með englum Guðs yfir einum syndara, sem gjörir iðrun.'' Lúk.15:10.


Bæn.

14.2.2014Bæn dagsins:

Ég bið að ég geti átt daglega samverustund með Guði. Ég bið um síaukinn andlegan þroska.

Sýnið enga fégirni í hegðun yðar, en látið yður nægja það, sem þér hafið. Guð hefir sjálfur sagt: ,,Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig.'' Heb.13::5.


Bæn.

13.2.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég haldi fullum styrk þar til markinu er náð. Ég bið að ég gefist ekki upp á lokasprettinum.

Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum. Róm.6:23.

 


Bæn.

12.2.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að vitundin um Guð sé alltaf í huga mér. Égbið um nýtt og betra líf í krafti þessarar vitundar.

Sérhver, sem trúir á Krist, mun ekki verða til skammar. Róm.9:33.

Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður. 1.Pét.5:7.


Bæn.

11.2.2014Bæn dagsins:

Ég bið að ég megi bóða þolimóður. Ég bið að ég treysti Guði og haldi áfram að búa mig undir betra líf.

Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim, sem trúir. Róm.1:16.


Bæn.

10.2.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég geti numið á brott feysknar greinar lífs míns. Ég bið, að ég sætti mig við snyrtinguna, því hennar vegna ber ég góðan ávöxt síðar.

Drottinn er góður, athvarf á degi neyðarinnar, og hann þekkir þá, sem treysta honum. Nahúm.1:7.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

250 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 207682

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 135
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.