Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Bæn.

4.4.2013.Minnst þú þess orðs við þjón þinn, sem þú lést mig vona á. Þetta er huggun mín í eymd minni, að orð þitt lætur mig lífi halda. Ofstopamenn spotta mig ákaflega, en ég vík eigi frá lögmáli þínu. Ég minnist dóma þinna frá öndverðu, Drottinn, og læt huggast. Sálm.119:49-52.

4,4,2013,
Ég bið að ég fái að þjóna sem farvegur fyrir styrk Guðs inn í líf annarra. Ég bið að ég geri mér far um að sklja aðra.

Bæn.

3..4..2013..Lát náð þína koma yfir, mig, Drottinn, hjálpræði þitt, samkvæmt fyrirheiti þínu, að ég fái andsvör veitt þeim er smána mig, því að þínu orði treysti ég. Og tak aldrei sannleikans orð burt úr munni mínum, því að ég bíð dóma þínna. Ég vil stöðugt varðveita lögmál þitt, um aldur og ævi, þá mun ég ganga um víðlendi, því að ég leita fyrirmæla þinna, þá mun ég tala um reglur þínar frammi fyrir konungum, og eigi skammast mín, og leita unaðar í boðum þínum, þeim er ég elska, og rétta út  hendurnar  eftir boðum þínum, þeim er ég elska, og íhuga lög þín. Sálm.119:41-48.

3,4,2013,
Ég bið að ég vinni með Guði að góðum verkum. Ég bið að ég þjóni Guði og öðrum og lifi þannig gagnlegu og hamingjusömu lífi.

 


Bæn.

2.4.2013.Kenn mér, Drottinn, veg laga þinna, að ég megi halda þau allt til enda. Veit mér skyn, að ég megi halda lögmál þitt og varðveita það af öllu hjarta. Leið mig götu boða þinna, því að af henni hefi ég yndi. Beyg hjarta mitt að reglum þínum, en eigi að ranglátum ávinningi. Snú augum mínum frá því að horfa á hégóma, lífga mig á vegum þínum. Staðfest fyrirheit þitt fyrir þjóni þínum, sem gefið er þeim er þig óttast. Nem burt háðungina, sem ég er hræddur við, því að ákvæði þín eru góð. Sjá, ég þrái fyrirmæli þín, lífga mig með réttlæti þínu. Sálm.119:33-40.

2,4,2013,
Ég bið að ég megi ávallt færast ótrauður í fang þau verkefni sem að höndum ber. Ég bið að þau fangbrögð efli manndóm minn.

Bæn.

1.apríl.2013Sál mín loðir við duftið, lát mig lífi halda eftir orði þínu. Ég hefi talið upp málefni mín, og þú bænheyrðir mig, kenn mér lög þín. Lát mig skilja veg fyrirmæla þinna, að ég megi íhuga dásemdir þínar. Sál mín tárast af trega, reis mig upp eftir orði þínu. Lát veg lyginnar vera fjarri mér og veit mér náðarsamlega lögmál þitt. Ég hefi útvalið veg sannleikans, sett mér ákvæði þín fyrir sjónir. Ég held fast við reglur þínar, Drottinn, lát mig eigi verða til skammar. Ég vil skunda veg boða þinna, því að þú hefir gjört mér létt um hjartað. Sálm.119:25-32.

1,4,2013,
Ég bið að ég láti Guð stjórna lífi mínu. Ég bið að ég láti líf mitt ekki lenda aftur í óreiðu með því að reyna að stjórna því sjálfur.

« Fyrri síða

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 212110

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband