GUÐS VEGIR

c_users_arabina_pictures_holyspirit11

   Guðs vegir   Lag: Lær meg og kjenne dine veie

Vísa mér, Guð, á vegu þína, að vilji þinn sé einnig minn. Lát ljós þitt yfir lífið skína á leiðinni í himininn. En ef að mínar leiðir lokast, þá lít ég upp í bæn til þín. Á einhvern hátt ég áfram þokast um ófær skörð uns sólin skín.

Kenn mér að hugsa hugsun þína, að hvíla þínu orði í. Ég veit að margar vonir dvína og viljinn segir nei við því. En þegar molna mannleg ráðin, í myrkri ég mig sjálfan finn, þá boðar þú að blessuð náðin sé björgun mín og vilji þinn.

En veit mér umfram allt að hljóta að einkavini frelsarann. Þú elskar mig, sem er að brjóta þín æðstu boðorð, syndarann. Og þegar heimsins böl mig beygir og blasir við mér glötun mín, þá faðmar þú mig fast og segir: "Ég fyrirgef þér brotin þín." 

Guðm. Guðmundsson eftir fyrirmynd á sálmi Jacobs Paulli.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gulli.

Þetta er sérlega góð lesning og höfðar til okkar allra.

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 02:47

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen bið Jesús að blessa þig allar dagar.

Kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 3.4.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

258 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 215617

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband