Bæn dagsins...

Fyrirgef oss vorar syndir enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum. Og eigi leið þú oss í freistni."

Lúk:11:4

Biðjið og yður mun gefast

Og Jesús sagði við þá: ,,Nú á einhver yðar vin og fer til hans um miðnætti og segir við hann: Vinur, lánaðu mér þrjú brauð því að vinur minn er kominn til mín úr ferð og ég hef ekkert að bera á borð fyrir hann. Mundi hinn þá svara inni: Ger mér ekki ónæði. Það er búið að loka dyrum og börn mín og ég komin í rúmið. Ég get ekki farið á fætur að fá þér brauð? Ég segi yður, þótt hann fari ekki á fætur og fái honum brauð vegna vinfengi þeirra, þá fer hann samt fram úr sakir áleitni hans og fær honum eins mörg og hann þarf. Og ég segi yður: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. Er nokkur sá faðir yðar á meðal sem gæfi barni sínu höggorm ef það biður um fisk eða sporðdreka ef það biður um egg? Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðirinn himneski gefa þeim heilagan anda sem biðja hann." amen.

Lúk:11:5-13


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott að minna okkur á Gunnlaugur guð blessi Ísland!

Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2025 kl. 01:22

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

innocent Takk fyrir að koma á síðuna Guð blessi þig og heimilið þitt.

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 2.2.2025 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimmtán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

249 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 125
  • Frá upphafi: 215795

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband