Bæn dagsins...

    Þriðjudagskvöld

Góði Guð

Þakka þér fyrir að mega koma fram fyrir þig hvar og hvenær sem er. Þakka þér fyrir að þú þekkir alla hluti og í návist þinni get ég verið nákvæmlega eins og ég er. Þú þekkir mig betur en ég sjálf/ur og þú veist hvað ég hugsa. Fyrirgefðu mér, Drottinn, að ég hef oft syndgað gegn þér og gert það sem rangt er í þínum augum. En ég vil vera góð manneskja og ég vil Vaxa og þroskast í lífinu. Hjálpaðu mér að láta ekki óhöpp lífsins, særandi orð eða háðsglósur annarra skapa hatur í hjarta mínu. Ég bið fyrir öllum þeim sem einhvern tíma hafa sært mig. Hjálpaðu mér að fyrirgefa þeim og ég bið þig, Jesús, að hjálpa þeim að fyrirgefa mér. Hjálpaðu mér að láta ekki vonsku annarra hafa þau áhrif á mig að ég verði vond/ur og bitur. Gefðu heldur, Drottinn, að jákvætt viðhorf mitt og góðmennska breyti framkomu annarra til betri vegar. Svo bið ég þig að gefa mér góða nótt í nótt og vernda heimilið mitt. Í Jesú nafni. amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þremur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

350 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 346
  • Frá upphafi: 213568

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 135
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband