Bæn dagsins...

Dómur yfir Jerúsalem

Hin trúfasta borg er orðin skækja, hún sem var full af réttvísi. Fyrrum bjó réttlæti í henni en nú morðingjar. Silfur þitt er orðið að sora, vín þitt blandað vatni. Leiðtogar þínir eru uppreisnarmenn og lagsmenn þjófa. Allir eru þeir mútuþægir og sækjast eftir gjöfum. Þeir reka ekki réttar munaðarlausra og málefni ekkjunnar koma ekki fyrir þá. Þess vegna segir Drottinn allsherjar, hinn voldugi í Ísrael: Vel, ég mun svala mér á andstæðingum mínum, hefna mín á óvinum mínum. Ég ætla að snúa hendi minni gegn þér og hreinsa úr þér sorann með lút og skilja frá allt blýið. Þá mun ég fá þér dómara eins og þá sem voru í öndverðu og ráðgjafa líka þeim sem voru í upphafi. Eftir það verður þú nefnd Borg réttlætisins, Virkið trúfasta. Síon verður frelsuð með réttvísi og meðréttlæti þeir sem iðrast. En lögbrjótar og syndarar verða upprættir og þeim sem yfirgefa Drottin verður eytt. Þér munuð skammast yðar fyrir eikurnar sem þér hafið  mætur á og roðna af blygðun vegna garðanna sem þér kusuð yður. Þér verðið sjálfir eins og eik með visnuðu laufi, eins og lundur án vatns. Þá verður hinn voldugi að hálmi og verk hans neisti, hvort tveggja brennur í senn og enginn til að slökkva. Amen.

Jesaja:1:21-31


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tíu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

355 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 291
  • Frá upphafi: 213272

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband