Bæn dagsins...

Fyrsti Hluti

 

 

Vitrun Jesaja Amotssonar um Júda og Jerúsalem sem hann fékk í stjórnartíð Ússía, Jótams, Akasar og Hiskía, konunga í Júda.

Drottinn ákærir þjóð sína

Heyr þú, himinn, hlusta þú, jörð, því að Drottinn talar. Ég hef fóstrað börn og alið þau upp en þau hafa brugðist mér. Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns en Ísrael þekkir ekki, fólk mitt skilur ekki.

Vei syndugri þjóð, lýð sem hlaðinn er misgjörðum, niðjum illræðismanna, spilltum börnum. Þér hafið yfirgefið Drottin, hafnað Hinum heilaga Ísraels og snúið baki við honum. Hvar má enn ljósta yður sem sífellt eruð fráhverfir? Höfuðið er allt í sárum, hjartað allt sjúkt. Frá hvirfli til ilja er ekkert heilt, hvarvetna mar, undir og opin sár sem hvorki eru hreinsuð né bundið um né mýkt með olíu. Land yðar er auðn, borgirnar brenndar. Fyrir augum yðar gleypa útlendingar akurland yðar, það er eyðimörk líkt og varð þegar Sódómu var eytt. Dóttirin Síon er ein eftir eins og skýli í víngarði, eins og afdrep á gúrkuakri, eins og umsetin borg. Hefði Drottinn allsherjar ekki látið oss eftir örfáa sem björguðust, hefðum vér orðið eins og Sódóma, líkst Gómorru. Amen.

Jesaja:1:2-9


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fimm?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

354 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 94
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 419
  • Frá upphafi: 213421

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 133
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband