Bæn dagsins...

(Kór)

Hvert er elskhugi þinn farinn, þú, fegurst kvenna? Hvert er elskhugi þinn horfinn? Vér skulum leita hans með þér.

(Hún)

Elskhugi minn er farinn niður í garð sinn að ilmjurtareitunum, til leiks í görðunum, að tína liljur. Ég er hans, elskhuga míns, og hann er minn, hann sem leikur meðal lilja.

(Hann)

Fögur ertu, ástin mín, eins og Tirsa, indæl eins og Jerúsalem, ógnandi eins og herfylking. Horfðu ekki á mig, augu þín skelfa mig. Hár þitt er eins og geitahjörð sem rennur niður Gíleaðfjall, tennur þínar sem ær í hóp, nýbaðaðar, allar tvílembdar, og engin lamblaus, gagnaugun eins og sneitt granatepli undir andlitsblæjunni. Sextíu eru drottningarnar, áttatíu hjákonurnar og ungmeyjarnar óteljandi en ein er dúfan mín fullkomna, einkabarn móður sinnar, yndi hennar sem ól hana. Ungmeyjarnar sjá hana og róma hana, drottningar og hjákonur syngja henni lof. Hver gægist hér fram sem morgunroðinn, fögur sem máninn, leiftrandi sem sólin, ógurleg sem herskarar stjarnanna? 

Ég fór niður í hnetulundinn að sjá dalinn grænka, sjá hvort vínviðurinn blómstraði og granatviðurinn bæri blóm. Ég var frá mér numinn, ég varð altekinn af ást. Amen.

Ljóðaljóðin:6:2-12


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sex?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 224
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.