Bæn dagsins...

(Hann)

Ég hef komið í garð minn, systir mín, brúður, og tínt mér myrru og ilmjurtir, neytt hunangs og hunangsköku, drukkið vín mitt og mjólk.

(Kór)

Etið, vinir, drekkið, gerist ölvaðir af ást.

(Hún)

Ég sef en hjarta mitt vakir. Elskhugi minn knýr dyra. ,,Ljúktu upp fyrir mér, systir mín, ástin mín, dúfan mín lýtalausa. Höfuð mitt er alvott af dögg, hárlokkarnir af dropum næturinnar." Ég er komin úr kyrtlinum, ætti ég að fara í hann aftur? Ég hef þvegið fæturna, ætti ég að óhreinka þá? Elskhugi minn réttir höndina inn og hjarta mitt ólgar af þrá. Ég stend upp til að opna fyrir elskhuga mínum, myrra drýpur af höndum mínum, rennandi myrra af fingrum mínum á handfang lokunnar. Ég lýk upp fyrir elskhuga mínum en elskhugi minn er farinn, horfinn. Ég verð frávita er hann hverfur. Ég leita hans en finn hann ekki, kalla á hann en hann svarar ekki. Ég hitti verðina sem ganga um borgina. Þeir slá mig,þeir særa mig, möttlinum svipta þeir af meir, verðir múranna. Ég særi yður, Jerúsalemdætur. Ef þér finnið elskhuga minn, segið honum þá að ég sé sjúk af ást.

(Kór)

Hvað hefur elskhugi þinn fram yfir aðra, þú, fegurst kvenna? Hvað hefur elskhugi þinn fram yfir aðra, að þú særir oss svo? 

(Hún)

Elskhugi minn er bjartur og rjóður og ber af tíu þúsundum. Höfuð hans er skíragull, lokkar hans hrafnsvartir döðluklasar. Augu hans eins og dúfur við læki, baðaðar í mjólk við bakkafullar tjarnir, kinnar hans sem ilmreitir og kryddjurtabeð, varirnar liljur sem myrra drýpur af, hendur hans gullkefli, lögð dýrum steinum, kviður hans fílabein, alsett safírsteinum, fótleggir hans eru sem marmarasúlur á stalli úr skíragulli, ásýndum er hann sem Líbanonsfjall, tígulegur sem sedrustré, munnur hans ljúffengur og allur er hann yndislegur. Þetta er vinur minn, Jerúsalemdætur, þetta er ástvinur minn. Amen.

Ljóðaljóðin:5:1-16


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fimmtán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

267 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 215489

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.