Bæn dagsins...

Í hvílu minni um nætur leita ég hans sem sál mín elskar, ég leita hans en finn hann ekki. Ég fer á fætur og geng um borgina, um stræti og torg. Ég leita hans sem sál mín elskar. Ég leita hans en finn hann ekki. Verðirnir, sem ganga um borgina, koma að mér. 

,,Hafið þér sér þann sem sál mín elskar?" Óðara en ég fór frá þeim fann ég þann sem sál mín elskar; ég hélt honum, sleppti honum ekki fyrr en ég hafði leitt hann í hús móður minnar, til híbýla hennar sem ól mig. Ég særi yður, Jerúsalemdætur, við dádýrin, við hindirnar á völlunum:truflið ekki, vekið ekki ástina fyrr en hún sjálf vill.

Hvað er það sem stígur upp af eyðimörkinni eins og reykjarstrókar, mekkir af myrru, reykelsi og hvers kyns kaupmannakryddi? Burðarstóll Salómons og umhverfis sextíu garpar af köppum Ísraels, allir reyndir vígamenn, allir vanir hernaði, allir gyrtir sverði gegn ógnum næturinnar. Burðarstól lét Salómon konungur gera sér úr viði af Líbanonsfjalli. Stoðirnar gerði hann úr silfri, bakið úr gulli, sessinn úr purpuravoð. Að innan er hann klæddur ást, Jerúsalemdætur. Farið, Símonardætur, horfið á Salómon konung, á kórónuna sem móðir hans krýndi hann á brúðkaupsdegi hans, á gleðidegi hjarta hans. amen.

Ljóðaljóðin:3:1-11


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

267 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 215490

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.