Bæn dagsins...

Ég er rós í Saron, lilja í dölunum.

(Hann)

Sem lilja meðal þyrna er ástin mín meðal meyjanna.

(Hún)

Sem eplatré í kjarrviði ber elskhugi minn af sveinunum. Í skugga hans uni ég og ávextir hans eru gómsætir. Hann leiddi mig í veisluskála og tákn ástar hans var yfir mér. Nærið mig á rúsínukökum, styrkið mig með eplum, ég er máttvana af ást. vinstri hönd þín undir höfði mér, hin hægri faðmi mig. Ég særi yður, Jerúsalemdætur, við dádýrin, við hindirnar á völlunum: truflið ekki, vekið ekki ástina fyrr en hún sjálf vill. Elskhugi minn. þarna kemur hann. Stekkur yfir fjöllin, hleypur yfir hæðirnar. Elskhugi minn líkist dádýri eða hindarkálfi og þarna stendur hann við húsvegginn, horfir inn um gluggann, skyggnist inn um grindurnar. Elskhugi minn segir við mig: 

(Hann)

Stattu upp, ástin mín fagra,komdu. Veturinn er liðinn, vorregnið að baki. Landið blómgast, tími söngsins er kominn, kurr turtildúfunnar heyrist í landi okkar. Fíkjutrén bera ávöxt, ilm leggur af blómstrandi vínviði. Stattu upp ástin mín fara, komdu. Dúfan mín í klettaskorum, í hamrafylgsni, sýndu mér ásýnd þína, láttu mig heyra rödd þína;rödd þín er ljúf og ásýndin yndisleg. Veiðið fyrir okkur refina, yrðlingana sem spilla vínekrunum, vínekrur vorar eru í blóma.

(Hún)

Elskhugi minn er minn og ég er hans, hans sem leikur meðal lilja. Þegar kular í dögun og skuggarnir flýja, snúðu þá, elskhugi minn, upp til ilmfjallanna, líkur dádýri, líkur hindarkálfi. Amen. 

Ljóðaljóðin:2:1-17                                                         


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og þremur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

-2 dagar til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 31
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 231
  • Frá upphafi: 212935

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 134
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband