Bæn dagsins...Ljóðaljóð Salómons.

(Hún)

Kysstu mig kossi vara þinna, atlot þín eru ljúfari en vín. Yndislegur ilmur er af smyrslum þínum og nafn þitt sem dýrasta olía. Þess vegna elska stúlkurnar þig. Dragðu mig með þér, hlaupum. Konungurinn leiði mig í herbergi sín. Gleðjumst og fögnum þér, lofum ást þína meira en vín; já,eins og nýtt vín elska þær þig.

Ég er dökk og yndisleg, Jerúsalemdætur, eins og tjöldin hjá Kedar, eins og tjalddúkarnir hjá Salma. Takið ekki til þess að ég er dökkleit, að sólin hefur brennt mig. Synir móður minnar reiddust mér og settu mig til að gæta vínekranna en vínekra minnar gætti ég ekki. Segðu mér, þú sem sál mín elskar, hvar heldurðu fé þínu til beitar, hvar hvílist þú um hádegið? Hví skyldi ég reika um hjá hjörðum félaga þinna?

(Hann)

Vitir þú það ekki, þú fegurst meðal kvenna, rektu þá slóð hjarðarinnar og haltu kiðlingum þínum til beitar hjá tjöldum hirðanna. Við hryssu fyrir vagni faraós líki ég þér,ástinj mín. Yndislegir ert vangar þínir undir skrautfléttunum og háls þinn prýddur gimsteinum. Gullfléttur gerum við þér greyptar á silfurspangir.

(Hún)

Konungurinn hvílir á hægindi sínu og ilminn leggur af nardussmyrslum mínum, elskhugi minn er myrruknippi milli brjósta mér, hennablóm er elskhugi minn mér, af vínekrunum í Engedí.

(Hann)

Hve fögur ertu, ástin mín, hve fögur, og augu þín dúfur.

(Hún)

Hve yndislegur ertu, elskhugi minn, hve fagur, og hvíla okkar iðjagræn, sedrustrén máttarviðir hús okkar og kýprustrén þilviðirnir. Amen.

Ljóðaljóðin:1:2-17

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sautján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

-2 dagar til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 200
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband