Bæn dagsins...Girndin seðst aldrei..Allt er ákveðið..

Til er böl  sem ég hef séð undir sólinni og það hvílir þungt á mönnunum Þegar Guð gefur einhverjum manni ríkidæmi, auðæfi og heiður svo að hann skortir ekkert af því sem hann girnist en Guð gerir hann ekki færan um að njóta þess, heldur nýtur annar maður þess, það er hégómi og vond þjáning. Þótt einhver eignaðist hundrað börn og lifði mörg ár og ævidagar hans yrðu margir en sál hans mettaðist ekki af gæðum og hann fengi heldur enga greftrun, þá segi ég: Ótímaburðurinn er sælli, hann er borinn til einskis og fer burt í myrkri og nafn hans er myrkri hulið. Hann hefur ekki heldur séð sólina né þekkt hana. Hann á meiri frið en hinn. Þótt hann lifi tvö þúsund ár en njóti einskis fagnaðar fer þá ekki allt á sama veg? Allt strit mannsins er fyrir munn hans og þó seðst girndin aldrei. Hvaða yfirburði hefur spekingurinn fram yfir heimskingjann? Hvaða yfirburði hinn snauði þótt hann kunni að koma rétt fram við aðra? Er yndi augnanna betra en ákafi girndarinnar? Einnig það er hégómi og eftirsókn eftir vindi. Amen.

Préd:6:1-9

Allt er ákveðið

Það sem fyrir kemur hefur löngu hlotið nafn sitt og það er ákveðið hvað menn eiga að verða og maðurinn getur ekki deilt við þann sem honum er máttugri. Þótt til séu mörg orð sem auka á hégómann, hverju er maðurinn þá bættari? því að hver veit hvað gott er fyrir manninn í lífinu alla daga hins fánýta lífs hans er hann lifir sem skuggi? Hver segir manninum hvað gerast muni eftir hans dag undir sólinni? Amen

Préd:6:10-12...18 12 2024


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fimmtán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

2 dagar til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 120
  • Frá upphafi: 212751

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.