Bæn dagsins...Einnig lífsnautnin er hégómi

Ég sagði við sjálfan mig: Jæja þá, reyndu gleðina og njóttu gæða lífsins. En einnig það var hégómi. Um hláturinn sagði ég: Hann er vitlaus. Um gleðina sagði ég: Hverju fær hún áorkað? Mér kom til hugar að gæða líkama mínum á víni en láta hjarta mitt þó hafa gát á öllu og að halda fast við heimskuna uns ég sæi hvað mönnum væri til gagns að gera undir himninum alla ævidaga sína. Ég vann stórvirki: Ég reisti mér hús, ég gerði mér víngarða, jurtagarða og aldingarða og gróðursetti þar hvers kyns aldintré,ég bjó mér til vatnstjarnir til þess að vökva skóg í nýrækt, ég keypti þræla og ambáttir og ég átti heimafædd hjú. Ég átti einnig meiri hjarðir nauta og sauða en allir þeir sem höfðu ríkt á undan mér í Jerúsalem. Ég safnaði mér silfri og gulli og fjársjóðum frá konungum og öðrum löndum. Ég fékk mér söngmann og söngkonur og sjálft karlmannsyndið, fjölda kvenna. Ég varð mikill og meiri öllum þeim er ríkt höfðu í Jerúsalem á undan mér. Speki þraut mig ekki heldur. Allt það sem augu mín girntust, það lét ég eftir þeim. Ég neitaði ekki hjarta mínu um nokkurn munað því að hjarta mitt hafði ánægju af eljusemi minni og þetta var afrakstur dugnaðar míns. En svo leit ég á öll verk mín, þau sem hendur mínar höfðu unnið, og á þá fyrirhöfn er ég hafði haft af þeim og þá sá ég að allt var það hégómi og eftirsókn eftir vindi og að enginn ávinningur er til undir sólinni. Amen.

Peéðdikarinn:2:1-11


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

20 dagar til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 6
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 212366

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.