Bæn dagsins...Spekin prédikar sinnaskipti

Spekin kallar hátt á strætunum og lætur rödd sína gjalla á torgunum. Hún hrópar á glaummiklum gatnamótum, við borgarhliðin hefur hún upp rödd sína: Hve lengi ætlið þér, fávísu menn, að elska fávísna og hinir háðgjörnu að hafa yndi af háði og heimskingjar að amast við þekkingu? Látið skipast við umvöndun mína, ég læt anda minn streyma yfir yður og kunngjöri yður orð mín. En þér færðust undan þegar ég kallaði og enginn gaf því gaum þótt ég rétti út höndina, heldur létuð þér öll mín ráð sem vind um eyru þjóta og skeyttuð ekki um aðfinnslur mínar og því mun ég hlæja að ógæfu yðar og hæða yður þegar ógæfan dynur yfir yður, þegar skelfingin hvolfist yfir yður eins og þrumuveður og ógæfa yðar nálgast eins og fellibylur, þegar neyð og angist dynja yfir yður. Þá munu þeir kalla á mig en ég mun ekki svara, þeir munu leita mín en ekki finna mig. Þeir hötuðust við þekkingu og létu hjá líða að óttast Drottin, þeir sinntu ekki ráðum mínum og smáðu alla umvöndun mína og því skulu þeir fá að neyta ávaxta breytni sinnar og mettast af eigin vélræði. Því að fráhvarf fávísra drepur þá og uggleysi heimskingjanna tortímir þeim. En sá sem hlýðir á mig mun búa óhultur og öruggur og engri ógæfu kvíða. Amen.

Orðs:1:20-33


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tuttugu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

95 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 210944

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.