Bæn dagsins...Spekin vegsömuð.

Öll speki er frá Drottni, hjá honum er hún að eilífu.

Hver fær talið sandkorn á sjávarströnd, dropa regns eða daga eilífðar? Hver fær kannað hæð himins, víðáttu jarðar, undirdjúpin eða spekina? Fyrri öllu var spekin sköpuð, frá eilífð voru skilningur og hyggindi.

Orð Guðs í upphæðum er lind spekinnar, eilíf boð hans vegir  hennar.

Hverjum opinberaðist upphaf spekinnar? Hver komst fyrir hulin rök hennar? Hverjum opinberaðist þekking á spekinni og hver skilning á allri reynslu hennar? Drottinn einn er spakur, ógurlegur mjög, situr í hásæti sínu.

Hann er sá sem spekina skóp, leit á hana og virti vel og veitti henni yfir öll sín verk.

Allt sem lifir fékk hlutdeild í þeirri gjöf hans, hann veitir þeim sem elska hann ríkulega af henni.

Að óttast Drottin fyllir hjartað fögnuði, veitir ánægju, gleði og langlífi.

Sá sem óttast Drottin mun hljóta sælan endi, njóta blessunar á banadægri. Amen.

Síraksbók:1:1-13


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sjö?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

176 dagar til jóla

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 325
  • Frá upphafi: 209290

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 313
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband