Bæn dagsins...Gjöf heilags anda.

Þá er uppvar runninn hvítasunnudagur voru allir saman komnir á einum stað.

Varð þá skyndilega gnýr af himni, eins og óveður væri að skella á, og fyllti allt húsið þar sem þeir voru.

Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvert og eitt þeirra.

Allir fylltust heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.

Í Jerúsalem dvöldust  Gyðingar, guðræknir menn, frá öllum löndum undir himninum.

Er þetta hljóð heyrðist kom allur hópurinn saman.

Þeim brá mjög við því að hver og einn heyrði þá mæla á sína tungu.

Menn voru frá sér af undrun og sögðu: ,,Eru þetta ekki allt Galíleumenn sem hér eru að tala? Hvernig má það vera að við, hvert og eitt, heyrum þá tala okkar eigið móðurmál? Við erum Partar, Medar og Elamítar, við erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu, frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kýrene og við sem hingað erum flutt frá Róm.

Hér eru bæði gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar.

Við heyrum þá tala á tungum okkar um stórmerki Guðs." 

Allir voru furðu lostnir og ráðalausir og sögðu hver við annan: ,,Hvað getur þetta verið?" En aðrir höfðu að spotti og sögðu: ,,Fólkið er drukkið af sætu víni." Amen.

Post:2:1-13


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sextán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 103
  • Frá upphafi: 212124

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband