Bréfið til Hebrea 9

Þannig er þessu fyrir komið. Prestarnir ganga stöðugt inn í fremri tjaldbúðina og annast þjónustu sína. Inn í hina hina innri gengur æðsti presturinn einn, einu sinni á ári, ekki án fórnarblóðs. Það ber hann fram vegna sjálfs sín og fyrir syndir sem fólkið hefur drýgt af vangá. Með því sýnir heilagur andi að vegurinn til hins heilaga er enn eigi kunnur orðinn, á meðan fremri tjaldbúðin stendur enn. Hún er ímynd þess tíma sem nú er. Hér eru fram bornar gjafir og fórnir sem megna ekki að færa þeim sem innir þjónustuna af hendi vissu um að vera fullkominn. Þetta eru aðeins ytri fyrirmæli ásamt reglum um mat og drykk og ýmiss konar þvotta sem mönnum eru á herðar lagðar lagðar allt þangað til Guð endurnýjar allt. En Kristur er kominn sem æðsti prestur þeirra gæða sem komin eru. Hann gekk inn í gegnum hina stærri og fullkomnari tjaldbúð sem ekki er með höndum gerð, það er að segja er ekki af þessari sköpun. Ekki fór hann með blóð hafra og kálfa heldur með eigið blóð inn í heiðheilaga í eitt skipti fyrir öll og aflaði eilífrar lausnar. Blóð hafra og nauta og askan af kvígu, stráð á menn, er óhreinir hafa gerst, á að helga þá svo að þeir verði hreinir hið ytra. Hve miklu fremur mun þá blóð Krists, þegar hann hefur í krafti eilífs anda borið sjálfan sig fram fyrir Guð sem lýtalausa fórn, hreinsa samvisku okkar af dauðum verkum svo að við getum þjónað lifanda Guði. Þess vegna er hann meðalgangari nýs  sáttmála. Hann dó og bætti að fullu fyrir afbrotin undir fyrri sáttmálanum til þess að þau sem Guð hafði kallað mættu öðlast hina eilífu arfleifð sem heitið var. Arfleiðsluskrá tekur ekki gildi fyrr en sá er dáinn sem gerði hana. Hún er óhagganleg þegar um látna er að ræða en er í engu gildi meðan arfleiðandi lifir. Þess vegna var ekki heldur hinn fyrri sáttmáli settur án blóðs. Þegar Móse hafði kunngjört gjörvöllum lýðnum öll boðorð lögmálsins, þá tók hann blóð kálfanna og hafranna ásamt vatni og skarlatsrauðri ull og ísópi, og stökkti bæði á sjálfa bókina og allan lýðinn og mælti: ,,Þetta er blóð sáttmálans sem Guð gerði við yður. Sömuleiðis stökkti hann blóðinu á tjaldbúðina og öll áhöldin við helgiþjónustuna. Og samkvæmt lögmálinu er það nálega allt sem hreinsast með blóði og eigi fæst fyrirgefning án úthellingar blóðs. Bréf/Hebrea 9:6-22.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sextán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

21 dagur til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 13
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 212358

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband