Bréfið til Hebrea 7.

Þetta er enn miklu bersýnilegra á því að upp er kominn annar prestur, líkur Melkísedek. Hann varð ekki prestur eftir lögum og fyrirmælum manna heldur vegna þess að í honum býr líf og kraftur sem þrýtur ekki. Um hann er vitnað: ,,Þú ert prestur að eilífu að hætti Melkísedeks." Hið fyrra boðorð er þar með ógilt af því að það var vanmáttugt og gagnslaust. Lögmálið gerði ekkert fullkomið. En nú höfum við öðlast betri von sem leiðir okkur nær Guði.

Þetta varð ekki án eiðs.Hinir urðu prestar án eiðs en hann með eiði þegar Guð sagði við hann: ,,Drottinn sór og hann mun ekki iðra þess: þú ert prestur að eilífu." Þessi samanburður sýnir að Jesús er orðinn ábyrgðarmaður betri sáttmála. Enn fremur urðu hinir prestarnir margir af því að dauðinn meinaði þeim að vera áfram. En hann er að eilífu og hefur prestdóm þar sem ekki verða mannaskipti. Þess vegna getur hann og til fulls frelsað þá sem hann leiðir fram fyrir Guð þar sem hann ávallt lifir til að biðja fyrir þeim. Slíks æðsta prests höfðum við þörf sem er heilagur, svikalaus, óflekkaður, greindur frá syndurum og orðinn himnunum hærri. Hann þarf ekki daglega, eins og hinir æðstu prestarnir, fyrst að bera fram fórnir fyrir eigin syndir, síðan fyrir syndir lýðsins. Það gerði hann í eitt skipti fyrir öll er hann fórnfærði sjálfum sér. Lögmálið skipar breyska menn æðstu presta en eiðurinn, er kom á eftir lögmálinu, skipar æðsta prest sem er sonur, fullkominn að eilífu. Bréf/Hebrea 7:15-28.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sjö?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 212107

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband