Bréfið til Hebrea 3.

Inn til hvíldar Guðs

Því er það eins og heilagur andi segir:

Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar eins og í eyðimörkinni þegar feður yðar gerðu uppreisn og freistuðu mín. Þeir freistuðu mín og reyndu mig þótt þeir fengju að sjá verkin mín í fjörutíu ár. Þess vegna reiddist ég kynslóð þessari og sagði: Án afláts villast þeir í hjörtum sínum. Þeir þekktu ekki vegu mína. Og ég sór í bræði minni: Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar.

Gætið þess, bræður og systur, að hafa ekkert illt í hjarta og láta engar efasemdir bægja ykkur frá lifanda Guði. Uppörvið heldur hvert annað hvern dag á meðan enn heitir ,,í dag" , til þess að enginn forherðist af táli syndarinnar. Því að við erum orðin hluttakar Krists svo framarlega sem við treystum honum staðfastlega allt til enda eins og í upphafi. Svo segir: ,,Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar eins og í uppreisninni." - Hverjir voru þá þeir sem heyrt höfðu og gerðu þó uppreisn? Voru það ekki einmitt allir þeir sem Móse hafði leitt út af Egyptalandi? Og hverjum ,,var hann gramur í fjörutíu ár"? Var það ekki þeim sem syndgað höfðu og báru beinin á eyðimörkinni? Og hverjum ,,sór hann að eigi skyldu þeir ganga inn til hvíldar hans," nema hinum óhlýðnu? Við sjáum að sakir vantrúar fengu þeir eigi gengið inn. Bréf/Hebrea.3:7-19.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Guðlaun.

Guðjón E. Hreinberg, 16.4.2022 kl. 18:03

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 16.4.2022 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og átján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 212110

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband