Bréfið til hebrea.1

Sonurinn öllum æðri

Hann er orðinn englunum þeim mun meiri sem hann hefur að erfðum tekið ágætara nafn en þeir. Því við hvern af englunum hefur hann nokkru sinni sagt: 

Þú ert sonur minn, í dag hef ég fætt þig?   Eða:      Ég vil vera honum faðir og hann skal vera mér sonur? Og aftur er hann leiðir frumburðinn inn í heimsbyggðina segir hann:  Allir englar Guðs skulu tilbiðja hann.  Og um englana segir hann: Hann sem gerir engla sína að vindum og þjóna sína að eldslogum. En um soninn: Hásæti þitt, Guð, er um aldir alda og sproti réttvísinnar er sproti ríkis þíns. Þú hefur elskað réttlæti og hatað ranglæti. Því hefur Guð, þinn Guð, smurt þig gleðinnar olíu fram yfir þína jafningja.  Og: Þú, Drottinn, hefur í upphafi grundvallað jörðina og himnarnir eru verk handa þinna. Þeir munu farast en þú varir. Allir munu þeir fyrnast sem fat og þú munt þá saman vefja eins og möttul, um þá verður skipt sem klæði. En þú ert hinn sami og þín ár taka aldrei enda. En við hvern af englunum hefur hann nokkru sinni sagt: Set þig mér til hægri handar uns ég  geri óvini þína að fótskör þinni?  Eru þeir ekki allir andar sem þjóna Guði, sendir til að hjálpa þeim sem hjálpræðið eiga að erfa? Bréf/Hebrea.1:4-14.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tólf?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband