Markúsarguðspjall.

Myrkur um allt land

Á hádegi varð myrkur um allt land til nóns. Og á nóni kallaði Jesús hárri röddu: ,,Elóí, Elóí, lama sabaktaní!" Það þýðir: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig? 

Nokkrir þeirra er hjá stóðu heyrðu þetta og sögðu: ,, Heyrið, hann kallar á Elía!" Hljóp þá einn til, fyllti njarðarvött ediki, stakk á reyrstaf og gaf honum að drekka. Hann mælti: ,,Látum sjá hvort Elía kemur að taka hann ofan." En Jesús kallaði hárri röddu og gaf upp andann. Og fortjald musterisins rifnaði í tvennt, ofan frá og allt niður úr. Þegar hundraðshöfðinginn, sem stóð gegnt honum, sá hann gefa upp andann á þennan hátt sagði hann: ,, Sannarlega var þessi maður sonur Guðs."

Þar voru konur álengdar og horfðu á, meðal þeirra María Magdalena, María, móðir þeirra Jakobs yngra og Jósef, og Salóme. Þær höfðu fylgt honum og þjónað er hann var í Galíleu. Þar voru margar aðrar konur sem höfðu farið með honum upp til Jerúsalem. Mark.15:33-41.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og níu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband