Markúsarguðspjall.

Búið til páskamáltíðar

Á fyrsta degi ósýrðu brauðanna, þegar menn slátruðu páskalambinu, sögðu lærisveinar hans við Jesú: ,,Hvert vilt þú að við förum og búum þér páskamáltíðina?" Þá sendi Jesús tvo lærisveina sína og sagði við þá: ,,Farið inn í borgina og ykkur mun mæta maður sem ber vatnsker. Fylgið honum og það sem hann fer inn skuluð þið segja við húsráðandann: Meistarinn spyr: Hvar er herbergið þar sem ég get neytt páskamáltíðarinnar með lærisveinum mínum? Hann mun þá sýna ykkur Loftsal mikinn, búinn hægindum og til reiðu. Búið þar til máltíðar fyrir okkur." Lærisveinarnir fóru, komu inn í borgina og fundu allt eins og hann hafði sagt og bjuggu til páskamáltíðar. Um kvöldið kom hann með þeim tólf. Þegar þeir sátu að borði og mötuðust sagði Jesús: ,,Sannlega segi ég ykkur: Einn af ykkur mun svíkja mig, einn sem með mér etur." Þeir urðu hryggir við og sögðu við hann, einn af öðrum: ,,Er það ég?" Hann svaraði þeim: ,,Það er einn þeirra tólf. Hann dýfir brauðinu í fatið með mér. Mannssonurinn fer að sönnu héðan svo sem um hann er ritað en vei þeim manni sem því veldur að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst." Mark. 14:12-21.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og átta?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 212108

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.