Markúsarguðspjall.

Verið vör um yður

Gætið að sjálfum yður. Menn munu draga yður fyrir dómstóla, í samkundum verðið þér húðstrýkt og þér munuð leidd fyrir landshöfðingja og konunga mín vegna til þess að bera vitni um mig. En fyrst á að prédika öllum þjóðum fagnaðarerindið. Þegar menn taka yður og draga fyrir rétt skuluð þér ekki hafa áhyggjur af því hvað þér eigið að segja heldur talið það sem yður verður gefið á þeirri stundu. Það eruð ekki þér sem talið heldur talar heilagur andi í yður. Þú mun bróðir selja bróður í dauða og faðir barn sitt. Börn munu rísa gegn foreldrum og valda þeim dauða. Allir munu hata yður af því að þér trúið á mig. En sá sem staðfastur er allt til enda verður hólpinn. En þegar þér sjáið viðurstyggð eyðingarinnar standa þar er síst skyldi - lesandinn athugi það - þá flýi þau, sem í Júdeu eru, til fjalla. Sá sem er uppi á þaki fari ekki ofan og inn í húsið að sækja neitt. Og sá sem er á akri skal ekki hverfa aftur að taka yfirhöfn sína. Veit þeim sem þungaðar eru eða börn hafa á brjósti á dögum. Biðjið að það verði ekki um vetur. Á þeim dögum verður sú þrenging sem engin hefur þvílík verið frá upphafi sköpunar allt til þessa og mun aldrei verða. Ef Drottinn hefði ekki stytt þessa daga kæmist enginn maður af. En hann hefur stytt þá vegna þeirra sem hann hefur útvalið. Og ef einhver segir þá við yður: Hér er Kristur, eða: Þar, þá trúið því ekki. Því að fram munu koma falskistur og falsspámenn og þeir munu gera tákn svo að þeir gætu leitt hin útvöldu afvega ef það væri hægt. Gætið yðar. Ég hef sagt yður allt fyrir. Mark.13:9-23.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sautján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 212110

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.