Markúsarguðspjall.

Skiljið þig ekki enn?

Um þessa mundir bar enn svo við að mikill mannfjöldi var saman kominn og hafði ekkert til matar.Jesús kallar þá til sín lærisveinana og sagir við þá: ,, Ég kenni í brjósti um mannfjöldann. Menn hafa nú verið hjá mér þrjá daga og hafa ekkert til matar. Láti ég þá fara fastandi heim til sín örmagnast þeir á leiðinni en sumir þeirra eru langt að." Þá svöruðu lærisveinarnir: ,,Hvar er hægt að fá brauð til að metta þetta fólk hér í óbyggðum?" Hann spurði þá: ,,Hve mörg brauð hafið þið?" Þeir sögðu: ,,Sjö." Þá bauð Jesús fólkinu að setjast á jörðina, tók brauðin sjö, gerði þakkir og braut þau og gaf lærisveinum sínum að þeir bæru þau fram. En þeir báru þau fram fyrir fólkið. Þeir höfðu og fáeina smáfiska. Hann bað Guð að blessa þá og bauð að einnig þeir skyldu bornir fram. Menn neyttu og urðu mettir. Síðan tóku lærisveinarnir saman leifarnar, sjö körfur. En þar voru um fjögur þúsund manns. Síðan lét hann fólkið fara. Og hann sté þegar í bátinn með lærisveinum sínum og kom í Dalmanútabyggðir. Þangað komu farísear og tóku að þrátta við Jesú, þeir vildu freista hans og kröfðu hann um tákn af himni. Hann andvarpaði þungan og mælti: ,,Hví heimtar þessi kynslóð tákn? Sannlega segi ég ykkur: Þessari kynslóð verður alls ekki gefið tákn." Hann skildi síðan við þá, sté aftur í bátinn og fór yfir um. Mark.8:1-13.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og einum?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 212110

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.