Markúsarguðspjall.

Jesús mettar

Postularnir komur nú aftur til Jesú og sögðu honum frá öllu því er þeir höfðu gert og kennt. Hann sagði við þá: ,,Komið nú á óbyggðan stað, svo að við séum saman, og hvílist um stund." En fjöldi fólks var stöðugt að koma og fara svo að þeir höfðu ekki einu sinni næði til að matast. Og þeir fóru á bátnum einir saman á óbyggðan stað. Menn sáu þá fara og margir þekktu þá og nú streymdi fólk þangað gangandi úr öllum borgunum og varð á undan þeim. Þegar Jesús steig á land sá hann þar margt manna og hann kenndi í brjósti um þá því að þeir voru sem sauðir er engan hirði hafa. Og hann kenndi þeim margt. Þá er mjög var áliðið dags komu lærisveinarnir að máli við Jesú og sögðu: ,,Hér er engin mannabyggð og langt á daginn liðið. Lát fólkið fara svo að það geri náð til býla og þorpa hér í kring og keypt sér eitthvað til matar." En Jesús svaraði þeim: ,,Gefið því sjálfir að eta." Þeir svara honum: ,,Eigum við að fara og kaupa brauð fyrir tvö hundruð denara og gefa því að eta?" Jesús spyr þá: ,,Hve mörg brauð hafið þið? Farið og gætið að." Þeir hugðu að og svöruðu: ,, Fimm brauð og tvo fiska." Þá bauð hann þeim að láta alla setjast í grængresið og skipta sér í hópa. Fólkið settist niður í flokkum, hundrað í sumum en fimmtíu í öðrum. Og Jesús tók brauðin fimm og fiskana tvo, leit upp til himins, þakkaði Guði, braut brauðin og gaf lærisveinunum til að bera fram fyrir mannfjöldann. Fiskunum tveim skipti hann og meðal allra. Og allir neyttu og urðu mettir. Þeir tóku saman brauðbitana er fylltu tólf körfur, svo og fiskleifarnar. En þeir sem brauðanna neyttu voru fimmþúsund karlmenn. Mark.6:30-44.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fimmtán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 212111

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.