Markúsarguðspjall.

Í byggð Gerasena

Þeir komu nú yfir um vatnið í byggð Gerasena. Og um leið og Jesús sté úr bátnum kom maður á móti honum frá gröfunum, haldinn óhreinum anda. Hann hafðist við í gröfunum og enginn gat lengur bundið hann, ekki einu sinni með hlekkjum. Oft hafði hann verið fjötraður á fótum og höndum en hann braut jafnóðum af sér hlekkina og sleit fjötrana og gat enginn ráðið við hann. Allar nætur og daga var hann í gröfunum eða á fjöllum, æpti og lamdi sig grjóti. Þegar hann sá Jesú álengdar hljóp hann og féll fram fyrir honum og æpti hárri röddu: ,,Hvað vilt þú mér, Jesús, sonur Guðs Hins hæsta? Ég bið þið í Guðs nafni, kvel þú mig eigi!" því að Jesús hafði sagt við hann: ,,þú óhreini andi, far út af manninum." Jesús spurði hann þá: ,,Hvað heitir þú?" Hinn svaraði: ,,Hersing heiti ég, við erum margir." Og hann bað Jesú ákaft að senda þá ekki brott úr héraðinu. En þar í fjallinu var mikil svínahjörð á beit. Og þeir báðu hann: ,,Send okkur í svínin, lát okkur fara í þau!" Hann leyfði þeim það og fóru þá óhreinu andarnir úr manninum og í svínin og gjörðin, nær tveim þúsundum, ruddist fram af bröttum árbakkanum í vatnið og drukknaði þar. En hirðarnit flýðu og sögðu tíðindin í borginni og sveitinni. Menn fóru þá að sjá hvað gerst hafði, komu til Jesú og sáu óða manninn, sem hersingin hafði verið í, sitja þar klæddan og heilvita. Og þeir urðu hræddir. En sjónarvottar sögðu þeim hvað fram hafði farið við óða manninn og frá svínunum. Og þeir tóku að biðja Jesú að fara úr héruðum þeirra. Þá er Jesús sté í Bátinn bað sá er læknaður hafði verið að fá að vera með honum. En Jesús leyfði honum það eigi, heldur sagði: ,,Far heim til þín og þinna og seg þeim hve mikið Drottinn hefur gert fyrir þig og verið þér miskunnsamur." Hann fór og tók að kunngjöra í Dekapólis hve mikið Jesús hafði gert fyrir hann og undruðust það allir. Mark.5:2-20.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og einum?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 103
  • Frá upphafi: 212124

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.