Markúsarguðspjall.

Líkt mustarðskorni

Og Jesús sagði: ,,Við hvað eigum við að líkja Guðs ríki? Með hvaða dæmi eigum við að lýsa því? Líkt er það mustarðskorni.Þegar því er sáð í mold er það smærra hverju sáðkorni á jörðu. En eftir að því er sáð tekur það að spretta, það verður öllum jurtum meira og fær svo stórar greinar að fuglar himins geta hreiðrað sig í skugga þess." Í mörgum slíkum dæmisögum flutti Jesús þeim orðið svo sem þeir gátu numið og án dæmisagna talaði hann ekki til þeirra en fyrir lærisveinum sínum skýrði hann allt þegar þeir voru einir. Mark.4:30-34.

 

Í stormi

Að kvöldi sama dags sagði Jesús við þá: ,,Förum yfir um vatnið!" Þeir skildu þá við mannfjöldann, fóru í bátinn þar sem Jesús var og sigldu burt. Aðrir bátar fylgdu þeim eftir. Þá brast á stormhrina mikil og féllu öldurnar inn í bátinn svo við lá að hann fyllti. Jesús var í skutnum og svaf á kodda. Þeir vöktu hann og sögðu við hann: ,, Meistari, hirðir þú ekki um að við förumst?" Hann vaknaði, hastaði á vindinn og sagði við vatnið: ,,Þegi þú, haf hljótt um þig!" Þá lægði vindinn og gerði stillilogn. Og hann sagði við þá: ,,Hví eruð þið hræddir, hafið þið enn enga trú?" En þeir urðu miklum ótta lostnir og sögðu hver við annan:  ,,Hver er þessi? Jafnvel vindur og vatn hlýða  honum." Mark.4:35-41.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sjö?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 212125

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband