12 og 12.

AA bókLoforð:

Ef við vöndum vel til þessa stigs á þroskaleið okkar mun margt koma okkur þægilega á óvart áður en langt um líður. Við kynnumst nýju frelsi og nýrri hamingju. Við munum ekki finna til beiskju vegna fortíðarinnar eða óska þess að geta lokað á hana. Við munum skilja orðið æðruleysi og vita hvað friður er. Við munum sjá að reynsla okkar getur orðið öðrum til hjálpar - sama hversu djúpt við vorum sokkin sjálf. Tilgangsleysi og sjálfsvorkunn munn hverfa. Við losnum við eigingirnina og fáum áhuga á meðbræðrum okkar og systrum. Sjálfselskan rjátlast af okkur. Öll okkar framkoma og lífsviðhorf munu breytast. Við hættum að vera hrædd við fólk og efnalegt óöryggi. Okkur mun lærast að taka rétt á aðstæðum sem við stóðum áður ráðþrota gagnvart. Okkur mun skyndilega verða ljóst að Guð er að gera það fyrir okkur sem við gátum ekki sjálf. Eru þetta fjarstæðukennd LOFORÐ ? (NEI) Við vitum að svo er ekki. Þau hafa ræst í okkar hópi - stundum fljótt, stundum hægt og bítandi. Þau rætast alltaf ef við vinnum að þeim.

                        ------------------------

Þetta leiðir hugann að tíunda sporinu, en þar er lagt til að við höldum áfram að gera sjálfsrannsókn og leiðrétta öll ný mistök sem okkur kunna að verða á.

                      ---------------------------

                þriðja spori bæn

,, Guð, ég fel mig þér á vald svo að þú getir mótað mig og gert við mig það sem þér þóknast. Leystu mig úr fjötrum sjálfshyggjunnar svo að ég megni betur að gera vilja þinn. Taktu frá mér erfiðleikana svo að sigurinn yfir þeim geti orðið þeim sem ég vil hjálpa vitnisburður um mátt þinn, kærleika og lífið með þér. Hjálpaðu mér að fara ævinlega að vilja þínum." amen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 103
  • Frá upphafi: 212106

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband