Bæn dagsins...

    Fimmtudagskvöld

Góði Guð

Ég þakka þér fyrir þennan dag. Þakka þér fyrir að ég fékk að vakna í morgun og lifa fram á kvöld. Viltu hugga alla þá sem hafa misst vini sína eða ættingja og syrgja. Viltu hugga alla þá sem kvíða nóttunni og leyfa þeim að finna þig og þann frið sem þú gefur. Ef það er eitthvað, Drottinn, sem ég hef gert og þér líkar ekki þá bið ég að fyrirgefa mér. Ef ég hef komið illa fram við einhvern án þess að taka eftir því, þá bið ég þig að fyrirgefa mér, og ég bið þig líka að hjálpa þeim að fyrirgefa mér sem ég hef sært. Hér er ég, Drottinn.Gerðu mig eins og þú vilt hafa mig. Taktu gallana burt úr fari mínu og mótaðu mig eins og þú vilt. Ég þakka þér fyrir að áætlun þín er mér fyrir bestu. Þú elska mig eins og ég er og þú hefur máttinn til að laga það sem betur má fara. Góða nótt, Jesús. Í Jesú nafni, amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.


Bæn dagsins...

    Fimmtudagsmorgunn

Góði Guð

Enn á ný hefur þú varðveitt mig og gætt mín vel. Hjálpaðu mér í dag að fara vel með gjafir þínar. Jesús, viltu varðveita hjarta mitt hreint. Gefðu mér visku til að hleypa óhreinu inn í huga eða hjarta og ég bið þig, Jesús, að búa í hjarta mínu. Leyfðu mér að finna hvenær þér mislíkar það sem ég geri eða hugsa svo ég geti hagað mér vel á allan hátt. Ég legg þennan dag í þínar hendur og allt sem ég þarf að gera í dag. Viltu hjálpa mér að lifa þannig að ég þurfi ekki að sjá eftir neinu í kvöld. Hjálpaðu mér að vera sannur vinur vina minna og bregðast þeim ekki. Hjálpaðu mér líka að tala ekki illa um neinn og vera góð/urr við þá sem eru minni máttar. Taktu burt allan kvíða, óróa og efa og hjálpaðu mér að treysta þér. Jesús, fylltu mig af anda þínum og varðveittu mig í trúnni á þig. Í Jesú nafni, amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.


Bloggfærslur 9. janúar 2025

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

349 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 32
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 357
  • Frá upphafi: 213626

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband