Bæn dagsins...

Ávextir varanna metta mann gæðum og af handaverkum sínum hlýtur hann umbun. Heimskingi telur sig breyta rétt en vitur maður þiggur ráð. Bræði afglapans birtist strax, greindur maður dylur gremju sína. Sannsögult vitni mælir það sem rétt er en falsvotturinn svik. Vanhugsuð orð eru sem sverðalög en tunga hins vitra græðir. Sönn orð standa að eilífu en lygimál aðeins skamma hríð. Svik eru í hjarta hins meinfýsna en sá gleðst sem stuðlar að friði. Hins réttláta bíður ekkert böl en ógæfan hleðst á hinn rangláta. Lygarar eru Drottni andstyggð en hinir sannorðu eru yndi hans. Vitur maður dylur þekkingu sína en heimskinginn flíkar flónsku sinni. Hönd hinna iðnu mun drottna en hangandi hönd á erfiði í vændum. Hugsýki íþyngir hjartanu, eitt vingjarnleg orð gleður það. Hinn réttláti vísa öðrum veginn en vegur ranglátra leiðir þá í villu. etin nær ekki bráðinni en iðnin er dýrmætur auður. Á vegi réttlætisins er líf en glæpaleiðin liggur í dauðann. Amen.

Orðs:12:14-28


Bloggfærslur 8. september 2024

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 86
  • Frá upphafi: 212126

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband