Bæn dagsins...Hagnýt ráð

Varðveittu, sonur minn, fyrirmæli föður þins og hafnaðu ekki viðvörun móður þinnar. Festu þau á hjarta þitt, bittu þau um háls þinn. Þau leiða þig hvar sem þú ferð, þegar þú hvílist vaka þau yfir þér og þegar þú vaknar, þá tala þau til þín. Þín að fyrirmæli eru lampi og viðvörun ljós, og hvatning og handleiðsla leið til lífsins því að þær varðveita þig fyrir vondri konu, fyrir hálli tungu framandi konu. Girnstu ekki fegurð hennar í hjarta þínu og láttu hana ekki ginna þig með augnaráði sínu. Því að skækja fæst fyrir einn brauðhleif en ótrú kona náunga þíns sækist eftir lífi þínu. Getur nokkur borið glóð í klæðafaldi án þess að föt hans sviðni? Getur nokkur gengið á glóðum án þess að svíða iljar sínar? Svo fer þeim sem hefur mök við konu náunga sína, sá hlýtur refsingu sem hana snertir. Engin fyrirlítur þjófinn þegar hann stelur til að seðja hungur sitt. Náist hann verður hann þó að greiða sjöfalt og láta frá sér allar eigur sínar. Sá sem drýgir hór með giftri konu er vitstola, hann steypir sjálfum sér í glötun. Högg og smán mun hann hljóta og vansæmd hans verður aldrei afmáð. Eiginmaðurinn verður hamstola af reiði og hefnd hans verður vægðarlaus, hann lítur ekki við neinum bótum og hafnar gjöfum þínum hversu ríkulegar sem þær eru. Amen.

Orðs::6:20-35


Bloggfærslur 24. ágúst 2024

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 212111

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband