Bæn dagsins...Hinstu ráðleggingar Tóbíts

Þú drengur minn, þú skalt fara frá Níníve.

Hér skalt þú ekki dveljast.

Þegar að því kemur að þú greftrir móður þína mér við hlið, þá máttu ekki dvelja næturlangt í      borgarlandinu. Ég sé að ranglæti veður  uppi í borginni og menn blygðast sín ekkert fyrir sviksemi.

Mundu, sonur minn, hvað Nadab gerði Akíkar fóstra sínum.

Neyddi Nadab hann ekki til að fara lifandi ofan í jörðina?

En Guð hegndi fyrir þá óhæfu með viðeigandi hætti.

Akíkar kom út í ljósið en Nadab gekk inn í eilíft myrkur vegna þess að hann reyndi að deyða Akíkar. Amen

Tóbítsbók:14:10    


Bæn dagsins...Hinstu ráðleggingar Tóbíts

En nú, börnin mín, legg ég ykkur þetta á hjarta: þjónið Guði heils hugar og gerið það sem þóknanlegt er í augum hans.

Börn ykkar skulu alin upp og öguð til réttlætis og miskunnarverka og þess að minnast Guðs og lofa nafn hans stöðugt í sannleika og af öllum mætti. Amen.

Tóbítsbók:14:9


Bloggfærslur 7. mars 2024

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 212125

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband