Bæn dagsins...

Fánýtar fórnir

Heyrið orð Drottins, höfðingjar Sódómu. Hlýðið á leiðsögn guðs vors, íbúar Gómorru: Hvað varða mig yðar mörgu sláturfórnir? spyr Drottinn. Ég hef fengið of mikið af brennifórnum hrúta og feiti alikálfa, í blóð úr nautum, lömbum og geitum langar mig ekki. Þegar þér komið til að líta auglit mitt, hver hefur þá beðið yður að traðka forgarða mína? Færið mér ekki framar fánýtar kornfórnir, reykelsi er mér viðurstyggð. Tunglkomudagar, hvíldardagar og hátíðarsamkomur, ég þoli ekki að saman fari ranglæti og hátíðarglaumur. Ég hata tunglkomudaga yðar og hátíðir, þær eru mér byrði,ég er orðinn þreyttur á að bera þær. Þegar þér lyftið höndum yðar í átt til mín loka ég augunum og þótt þér biðjið margra bæna heyri ég ekki. Hendur yðar eru ataðar blóði. Þvoið yður! Hreinsið yður! Fjarlægið illvirki yðar frá augum mínum. Hættið að gera illt, lærið að gera gott, leitið réttarins, hjálpið hinum kúgaða. Rekið réttar munaðarleysingjans. Verjið mál ekkjunnar. Komið vér skulum eigast lög við, segir Drottinn. Þó að syndir yðar séu sem skarlat skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri skulu þær verða sem ull. Ef þér eruð auðsveipir og hlýðnir skuluð þér njóta landsins gæða en séuð þér óhlýðnir og þrjóskir verðið þér sverði bitnir. Munnur Drottins hefur talað það. Amen.

Jesaja:1:10-20

 


Bæn dagsins...

Fyrsti Hluti

 

 

Vitrun Jesaja Amotssonar um Júda og Jerúsalem sem hann fékk í stjórnartíð Ússía, Jótams, Akasar og Hiskía, konunga í Júda.

Drottinn ákærir þjóð sína

Heyr þú, himinn, hlusta þú, jörð, því að Drottinn talar. Ég hef fóstrað börn og alið þau upp en þau hafa brugðist mér. Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns en Ísrael þekkir ekki, fólk mitt skilur ekki.

Vei syndugri þjóð, lýð sem hlaðinn er misgjörðum, niðjum illræðismanna, spilltum börnum. Þér hafið yfirgefið Drottin, hafnað Hinum heilaga Ísraels og snúið baki við honum. Hvar má enn ljósta yður sem sífellt eruð fráhverfir? Höfuðið er allt í sárum, hjartað allt sjúkt. Frá hvirfli til ilja er ekkert heilt, hvarvetna mar, undir og opin sár sem hvorki eru hreinsuð né bundið um né mýkt með olíu. Land yðar er auðn, borgirnar brenndar. Fyrir augum yðar gleypa útlendingar akurland yðar, það er eyðimörk líkt og varð þegar Sódómu var eytt. Dóttirin Síon er ein eftir eins og skýli í víngarði, eins og afdrep á gúrkuakri, eins og umsetin borg. Hefði Drottinn allsherjar ekki látið oss eftir örfáa sem björguðust, hefðum vér orðið eins og Sódóma, líkst Gómorru. Amen.

Jesaja:1:2-9


Bloggfærslur 30. desember 2024

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

265 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 102
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband