Bæn dagsins...

(Kór)

Snúðu þér, snúðu þér, Súlammít. Snúðu  þér, snúðu þér svo að vér getum horft á þig.

(Hann)

Hví viljið þér sjá Súlammít snúa sér í herbúðadansinum? Hve léttstíg ertu í ilskónum, höfðingjadóttir. Ávöl lærin eru sem skartgripir, handaverk listasmiðs, skaut  þitt kringlótt skál; ekki skal það skorta vínblönduna, kviðurinn sem hveitibingur og liljur allt um kring, brjóst þín eins og tveir hindarkálfar, dádýrstvíburar, háls þinn sem fílabeinsturn, augun eins og tjarnirnar hjá Hesbon, við hlið Batrabbím, nef þitt eins og Líbanonsturninn sem snýr að Damasks, höfuð þitt sem Karmelfjall og hárið purpuri; konung má fanga í lokkunum. Fögur ertu, yndisleg ertu, vina mín, dóttir lystisemdanna. Vöxtur þinn er eins og pálmatré, brjóst þín sem klasarnir. Ég segi: ,,þetta pálmatré klíf ég og gríp í greinarnar, megi brjóst þín líkjast vínberjaklösum, andardráttur þinn eplailmi, gómur þinn sætu víni, nýju víni. rennandi um sofandi varir."

(Hún)

Elskhugi minn er minn og mig eina þráir hann. Komdu, vinur minn, komum út á víðan vang, eyðum nóttinni undir hennakjarrinu, förum snemma upp í vínekrurnar, sjáum hvort vínviðurinn blómstrar, hvort blóm hans hafa opnast, hvort granatviðurinn stendur í blóma. Þar gef ég þér ást mína. Ástareplin anga, dýrindis ávextir við dyr okkar, nýtíndir og geymdir, ástin mín, þá hef ég varðveitt handa þér. Amen.

Ljóðaljóðin:7:1-14


Bæn dagsins...

(Kór)

Hvert er elskhugi þinn farinn, þú, fegurst kvenna? Hvert er elskhugi þinn horfinn? Vér skulum leita hans með þér.

(Hún)

Elskhugi minn er farinn niður í garð sinn að ilmjurtareitunum, til leiks í görðunum, að tína liljur. Ég er hans, elskhuga míns, og hann er minn, hann sem leikur meðal lilja.

(Hann)

Fögur ertu, ástin mín, eins og Tirsa, indæl eins og Jerúsalem, ógnandi eins og herfylking. Horfðu ekki á mig, augu þín skelfa mig. Hár þitt er eins og geitahjörð sem rennur niður Gíleaðfjall, tennur þínar sem ær í hóp, nýbaðaðar, allar tvílembdar, og engin lamblaus, gagnaugun eins og sneitt granatepli undir andlitsblæjunni. Sextíu eru drottningarnar, áttatíu hjákonurnar og ungmeyjarnar óteljandi en ein er dúfan mín fullkomna, einkabarn móður sinnar, yndi hennar sem ól hana. Ungmeyjarnar sjá hana og róma hana, drottningar og hjákonur syngja henni lof. Hver gægist hér fram sem morgunroðinn, fögur sem máninn, leiftrandi sem sólin, ógurleg sem herskarar stjarnanna? 

Ég fór niður í hnetulundinn að sjá dalinn grænka, sjá hvort vínviðurinn blómstraði og granatviðurinn bæri blóm. Ég var frá mér numinn, ég varð altekinn af ást. Amen.

Ljóðaljóðin:6:2-12


Bloggfærslur 28. desember 2024

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

265 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 102
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband