Bæn dagsins...

(Hann)

Ég hef komið í garð minn, systir mín, brúður, og tínt mér myrru og ilmjurtir, neytt hunangs og hunangsköku, drukkið vín mitt og mjólk.

(Kór)

Etið, vinir, drekkið, gerist ölvaðir af ást.

(Hún)

Ég sef en hjarta mitt vakir. Elskhugi minn knýr dyra. ,,Ljúktu upp fyrir mér, systir mín, ástin mín, dúfan mín lýtalausa. Höfuð mitt er alvott af dögg, hárlokkarnir af dropum næturinnar." Ég er komin úr kyrtlinum, ætti ég að fara í hann aftur? Ég hef þvegið fæturna, ætti ég að óhreinka þá? Elskhugi minn réttir höndina inn og hjarta mitt ólgar af þrá. Ég stend upp til að opna fyrir elskhuga mínum, myrra drýpur af höndum mínum, rennandi myrra af fingrum mínum á handfang lokunnar. Ég lýk upp fyrir elskhuga mínum en elskhugi minn er farinn, horfinn. Ég verð frávita er hann hverfur. Ég leita hans en finn hann ekki, kalla á hann en hann svarar ekki. Ég hitti verðina sem ganga um borgina. Þeir slá mig,þeir særa mig, möttlinum svipta þeir af meir, verðir múranna. Ég særi yður, Jerúsalemdætur. Ef þér finnið elskhuga minn, segið honum þá að ég sé sjúk af ást.

(Kór)

Hvað hefur elskhugi þinn fram yfir aðra, þú, fegurst kvenna? Hvað hefur elskhugi þinn fram yfir aðra, að þú særir oss svo? 

(Hún)

Elskhugi minn er bjartur og rjóður og ber af tíu þúsundum. Höfuð hans er skíragull, lokkar hans hrafnsvartir döðluklasar. Augu hans eins og dúfur við læki, baðaðar í mjólk við bakkafullar tjarnir, kinnar hans sem ilmreitir og kryddjurtabeð, varirnar liljur sem myrra drýpur af, hendur hans gullkefli, lögð dýrum steinum, kviður hans fílabein, alsett safírsteinum, fótleggir hans eru sem marmarasúlur á stalli úr skíragulli, ásýndum er hann sem Líbanonsfjall, tígulegur sem sedrustré, munnur hans ljúffengur og allur er hann yndislegur. Þetta er vinur minn, Jerúsalemdætur, þetta er ástvinur minn. Amen.

Ljóðaljóðin:5:1-16


Bæn dagsins...

(Hún)

Vakna, norðanvindur, kom, sunnanblær, anda á garð minn svo að ilmur hans berist. Elskhugi minn, komdu í garð þinn og njóttu dýrustu ávaxta hans.

Ljóðaljóðin:4:16


Bæn dagsins...

(Hann)

Hve fögur ertu, ástin mín,hve fögur, og augu þín dúfur undir andlitsblæjunni. Hár þitt er sem geitahjörð sem rennur niður Gíleaðfjall, tennur þínar ær í hóp, nýrúnar og baðaðar, allar tvílembdar og engin lamblaus. Varir þínar eru sem skarlatsborði og munnur þinn yndislegur, gagnaugun eins og sneitt granatepli undir andlitsblæjunni.

Háls þinn er eins og turn Davíðs sem vopnum er raðað á, þar hanga þúsund skildir, öll hertygi garpanna. Brjóst þín eru eins og tveir hindarkálfar, dádýrstvíburar að leik meðal lilja. Þegar kular í dögun og skuggarnir flýja mun ég halda til myrruhólsins og reykelsishæðarinnar. Öll ertu fögur, ástin mín, lýtalaus með öllu. Komdu með mér frá L´æibanonsfjalli, brúður, með mér frá Líbanonsfjalli, niður af tindi Amana, af tindum Senír og Hermon, frá bælum ljónanna, klettum hlébarðanna. Þú hefur rænt hjarta mínu, systir mín, brúður, hjarta mínu hefurðu rænt með augnaráðinu einu, einum hlekk úr hálsfesti þinni.

Hve yndisleg eru atlot þín, systir mín, brúður, hve miklu eru atlot þín ljúfari en vín og angan smyrsla þinna betri en nokkur ilmjurt. Hunang drýpur af vörum þínum, brúður, hunang og mjólk undir tungu þinni og ilmur klæða þinna er sem angan Líbanonsfjalls. Lokaður garður er systir mín, brúður, byrgður brunnur, innsigluð lind. Laut þín sem garður af granateplum, með gómsæta ávexti, henna og nardus, nardus og saffran, ilmreyr og kanel, myrru og alóe og allar dýrustu ilmjurtir. Þú ert lind í garði, lifandi vatn af Líbanonsfjalli. Amen.

Ljóðaljóðin:4:1-15


Bloggfærslur 27. desember 2024

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

265 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 102
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband