Bæn dagsins...Sömu örlög henda alla menn..

Öllu þessu veitti ég athygli og allt þetta reyndi ég að rannsaka: Hinir réttlátu og vitru og verk þeirra eru í hendi Guðs. Hvorki ást né hatur veit maðurinn fyrir allt bíður síns tíma, hið sama hendir alla, sömu örlög mæta réttlátum og óguðlegum, góðum og illum, hreinum og óhreinum, þeim sem fórnfærir og þeim sem ekki fórnfærir. Hinum góða farnast eins og syndaranum, og þeim er sver eins og þeim er óttast svardaga. Það er ókostur við allt sem við ber undir sólinni að sömu örlög mæta öllum og því fyllist hjarta mannanna illsku og heimska ríkir í hjörtum þeirra alla ævi þeirra og síðan leggur leiðin til hinna dauðu. Meðan maður er sameinaður þeim  sem lifa, svo lengi er von, því að lifandi hundur er betri en dautt ljón. Þeir sem lifa vita að þeir eiga að deyja en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar og minning þeirra gleymist. Bæði ást þeirra, hatur og öfund, það er fyrir löngu farið og þeir eiga ekki framar hlutdeild í neinu sem við ber undir sólinni. Farðu því og et brauð þitt með ánægju og drekktu vín þitt með glöðu hjarta því að Guð hefur lengi haft  velþóknun á verkum þínum. Klæði þín séu ætíð hvít og höfuð þitt skorti aldrei  ilmsmyrslin. Njóttu lífsins með konunni,sem þú elska, alla daga þíns fánýta lífs, sem hann hefur gefið þér undir sólinni, alla þína fánýtu daga því að það er hlutdeild þín í lífinu og það sem þú færð fyrir strit þitt sem þú streitist við undir sólinni. Allt sem hönd þín megnar að gera með kröftum þínum, gerðu það, því að í dánarheimum, þangað sem þú ferð, er hvorki starfsemi né þekking né viska. Amen. 

Préd:9:1-10


Bæn dagsins...Ráð Guðs er mönnum hulið..

Sá sem varðveitir skipunina mun ekki verða fyrir neinu illu og hjarta viturs manns þekkir tíma og dóm. Sérhvert verk á sinn tíma og dóm, og böl mannsins hvílir þungt á honum. Hann veit ekki hvað verða muni þv´ði að hver segir honum hvernig muni fara? Enginn maður ræður yfir vindinum svo að hann geti stöðvað hann og enginn maður hefur vald yfir dauðadeginum, enginn fær sig lausan úr bardaganum og óhæfan bjargar ekki þeim er hana fremur.

Allt þetta hef ég séð af því að ég veitti athygli öllu því sem gerrist undir sólinni Þegar einn maður drottnar yfir öðrum honum til ógæfu. Þá hef ég séð rangláta menn jarðaða en þeir sem höfðu breytt rétt urðu að fara burt frá hinum heilaga stað og þeir gleymdust í borginni. Einnig það er hégómi. Dómi yfir illskuverkum er ekki fullnægt þegar í stað og því svellur mönnum móður til þess að gera það sem illt er. Syndarinn gerir það sem illt er hundrað sinnum og verður samt gamall þótt ég viti hins verður samt gamall þótt ég viti hins vegar að réttlátum mönnum, sem óttast Guð, vegnar vel. Hinum rangláta mun ekki vel vegna og hann verður ekki langlífur fremur en skugginn af því að hann óttast ekki Guð. Það er hégómi sem gerist á jörðinni, að til eru réttlátir menn sem verða fyrir því sem ranglátir eiga skilið og til eru ranglátir menn sem verða fyrir því sem réttlátir eiga skilið. Ég sagði: Einnig það er hégómi. Og ég lofaði gleðina því að ekkert betra er til fyrir manninn undir sólinni en að eta og drekka og vera glaður. Og það fylgir honum í striti hans um ævidagana sem Guð hefur gefið honum undir sólinni. Þegar ég kappkostaði að kynna mér speki og sjá þau verk sem unnin eru á jörðinni, því að hvorki dag né nótt kemur manni blundur á auga, þá sá ég að maðurinn getur ekki skilið til fulls allt verk Guðs, það verk sem gerist undir sólinni, því að hversu mjög sem maðurinn gerir sér far um að leita fær hann þó ekki skilið það til fulls, og enda þótt spekingurinn segist þekkja það fær hann ekki skilið það til fulls heldur. Amen.

Préd:8:5-17


Bloggfærslur 21. desember 2024

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

2 dagar til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 212752

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.