Bæn dagsins...Orð konungs er máttugt..

Hver er sem spekingurinn og hver skilur merkingu hlutanna? Speki mannsins hýrgar andlit hans og dregur úr hörkunni í svipnum. Ég segi: Varðveittu boð konungsins einmitt vegna eiðsins við Guð. Vertu ekki fljótur til að ganga burt frá honum, gefðu þig ekki að illu málefni. Því að hann gerir allt sem hann vill af því að konungsorð er máttugt og hver segir við hann: Hvað gerir þú? Amen.

Préd:8.1-4


Bæn dagsins...Ver ekki of réttlátur..

Spekin veitir vitrum manni meiri mátt en tíu valdhafar sem eru í borginni. Enginn réttlátur maður er til á jörðinni sem gert hefur gott eitt og aldrei syndgað. Gefðu ekki heldur gaum öllum þeim orðum sem töluð eru, til þess að þú heyrir ekki þræl þinn bölva þér. Sjálfur veistu að þú hefur einnig oft bölvað öðrum. Allt þetta hef ég rannsakað með speki. Ég hugsaði: Ég vil verða vitur en hyggindin eru hulin. Fjarlægt er það sem er og djúpt, já djúpt. Hver getur fundið það? Ég sneri mér og einbeitti mér að því að þekkja og rannsaka og leita visku og hygginda og að gera mér ljóst að guðleysi er heimska og heimska vitleysa. Og ég fann að konan er biturri en dauðinn því að hún er net og hjarta hennar  snara, hendur hennar fjötrar. Sá sem Guði þóknast kemst undan henni en syndarinn verður fanginn af henni. Sjá, þetta hef ég fundið, segir prédikarinn, með því að leggja eitt við annað til þess að að komast að hyggindum. Það sem ég hef leitað að án afláts en ekki fundið, það er þetta: Einn mann af þúsundi hef ég fundið en konu hef ég aldrei fundið á meðal allra þeirra. Sjá þetta eitt hef ég fundið, að Guð hefur skapað mennina rétt en vangaveltur þeirra urðu of margar. Amen.

préd:7:19-29


Bloggfærslur 20. desember 2024

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

2 dagar til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 212752

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.