Bæn dagsins....Gott og fagurt..

Sá sem elskar peninga seðst aldrei af peningum og sá sem elskar auðinn hefur ekki gagn af honum. Einnig það er hégómi. Þar sem eigurnar vaxa, þar fjölgar og þeim er eyða  þeim, og hvaða gagn hefur eigandinn af þeim annað en að horfa á þær? Sætur er svefninn þeim sem erfiðar, hvort sem hann matast lítið eða mikið, en offylli auðmanns ljær honum ekki svefnfrið. Mikið böl hef ég sér undir sólinni: auð sem eigandinn varðveitir sjálfum sér til ógagns. Glatist þessi auður fyrir slys og hafi eigandinn eignast son, þá verður ekkert til handa honum. Eins og hann kom af móðurlífi, eins mun hann fara burt aftur nakinn eins og hann kom og hann mun ekkert taka með sér fyrir strit sitt,sem hann fái borið í hendi sér. Það er einnig afleitt böl: Hann mun fara aftur öldungis eins og hann kom og hvaða gagn hefur hann af því að hann stritar úr í veður og vind? Allan aldur sinn elur hann í myrkri, við sorg og mikla gremju, þjáningu og reiði. Það sem mér hefur virst gott og fagurt er að maðurinn eti og drekki og njóti fagnaðar af öllu striti sínu því er hann streitist við undir sólinni alla ævidaga sína, þá er Guð gefur honum, því að það er hlutdeild hans. Þegar Guð gefur einhverjum ríkidæmi og auðæfi og gerir hann færan um að njóta þess, taka hlutdeild sína og að gleðjast yfir starfi sínu, þá er það einnig Guðs gjöf. Slíkur maður hugsar ekki mikið um ævidaga lífs síns meðan Guð fær honum nóg að sýsla við fögnuð hjarta síns. Amen. 

Peéd:5:9-19


Bloggfærslur 14. desember 2024

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

2 dagar til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 120
  • Frá upphafi: 212751

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.