Bæn dagsins...

Vitur maður sér ógæfuna og felur sig en einfeldningar halda áfram og gjalda þess. Taktu skikkjuna af þeim sem hefur gengið í ábyrgð fyrir ókunnugan, taktu veð af þeim sem hefur gengið í ábyrgð fyrir framandi konu. Blessi maður náunga sinn snemma morguns með háreysti skal það metið sem formæling. Sífelldur þakleki í rigningatíð og þrasgjörn kona er hvað öðru  líkt, sá er hana stöðvar stöðvar vindinn og heldur á olíu í hægri hendi. Járn brýnir járn og maður brýnir mann. Sá sem gætir fíkjutrés mun njóta ávaxtar þess og sá sem annast húsbónda sinn hlýtur sæmd. Andlit horfir við andliti í vatni, svo er hjarta eins manns gagnvart öðrum. Dánarheimar og undirdjúpin eru óseðjandi, svo eru og augu mannsins óseðjandi. Deiglan reynir silfrið og bræðsluofninn gullið en maðurinn er metinn eftir orðstír sínum. Þótt þú steytir heimskingjann í mortéli ásamt korni mun heimska hans ekki skilja við hann. Gefðu nákvæmar gætur að sauðum þínum og annast um hjarðir þínar því að hvorki vara  eignir að eilífu né kóróna frá kyni til kyns. Sé heyið hirt og háin tekin að spretta og hafi jurtum fjallanna verið safnað átt þú lömb þér til klæðnaðar, geithafra til þess að kaupa fyrir akur og nóga geitamjólk þér til færslu, heimili þínu til matar og til viðurværis þernum þínum. AMEN.

Orðs:27:12-27


Bloggfærslur 16. nóvember 2024

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

37 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 212050

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband