Markúsarguðspjall.

Krossfestur

En maður nokkur átti leið þar hjá og var að koma utan úr sveit. Hann neyða þeir til að bera kross Jesú. Það var Símon frá kýrene, faðir þeirra Alexanders og Rúfusar. Þeir fara með Jesú til þess staðar er heitir Golgata, það þýðir hauskúpustaður. Þeir báru honum vín,blandað myrru, en hann þáði ekki. Þá krossfestu þeir hann. Og þeir skiptu með sér klæðum hans og köstuðu hlutum um hvað hver skyldi fá. En það var um dagmál er þeir krossfestu hann. Og yfirskriftin um sakargift hans var svo skráð: KONUNGUR GYÐINGA. Með honum krossfestu þeir tvo ræningja, annan til hægri handar honum en hinn til vinstri. (Þá rættist sú ritning er segir: Með illvirkjum var hann talinn.) Þeir sem fram hjá gengu hræddu hann, skóku höfuð sín og sögðu: ,,Svei, þú sem brýtur niður musterið og reisir það á þrem dögum! Bjarga nú sjálfum þér og stíg niður af krossinum." Eins gerðu æðstu prestarnir gys að honum og fræðimennirnir og sögðu her við annan: ,,Öðrum bjargaði hann, sjálfum sér getur hann ekki bjargað. Stígi nú Kristur, konungur Ísraels, niður af krossinum svo að við getum séð og trúað." Einnig smánuðu hann þeir sem með honum voru kossfestir. Mark.15:21-32.


Markúsarguðspjall.

Hæddur

Hermennirnir fóru með Jesú inn í höllina, aðsetur landshöfðingjans, og kölluðu saman alla hersveitina. Þeir færa hann í purpuraskikkju, flétta þyrnikórónu og setja á höfuð honum. Þá tóku þeir að heilsa honum: ,,Heill þér, konungur Gyðinga!" Og þeir slógu höfuð hans með reyrsprota og hræktu á hann, féllu á kné og hylltu hann. Þegar þeir höfðu spottað hann færðu þeir hann úr purpuraskikkjunni og í hans eigin klæði, þá leiddu þeir Jesú út til að krossfesta hann. Mark. 15:16-20.


Bæn dagsins.

Augu Guðs hvíla yfir vegum hvers manns, og hann sér öll spor hans. Job.34:21.


Bloggfærslur 3. apríl 2022

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

224 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 216268

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband