Markúsarguðspjall.

Vondir vínyrkja

Þá tók Jesús að segja þeim dæmisögu: ,,Maður plantaði víngarð. Hann hlóð garð um hann, gróf fyrir vínþröng og reisti turn, seldi hann síðan vínyrkjum á leigu og fór úr landi. Á settum tíma sendi hann þjón til vínyrkjanna að fá hjá þeim hlut af ávexti víngarðsins. En þeir tóku hann og börðu og sendu burt tómhentan. Aftur sendi hann til þeirra annan þjón. Hann lömdu þeir í höfuðið og svívirtu. Enn sendi hann annan og hann drápu þeir og marga fleiri ýmist börðu þeir eða drápu. Einn átti hann eftir enn, elskaðan son. Hann sendi hann síðastan til þeirra og sagði: þeir munu virða son minn. En vínyrkjan þessir sögðu sín á milli: Þetta er erfinginn. Förum og drepum hann, þá fáum við arfinn. Og þeir tóku hann og drápu og köstuðu honum út fyrir víngarðinn. Hvað mun nú eigandi víngarðsins gera? Hann mun koma, tortíma vínyrkjunum og fá öðrum víngarðinn. Hafið þið eigi lesið þessa ritningu: Steinninn sem smiðirnir höfnuðu er orðinn að hyrningarsteini. Þetta er verk Drottins og undursamlegt í augum vorum." Æstu prestarnir, fræðimennirnir og öldungarnir vildu taka hann höndum en óttuðust fólkið. Þeir skildu að hann átti við þá með dæmisögunni. Og þeir yfirgáfu hann og gengu burt. Mark.12:1-12.


Bæn dagsins.

Sá sem ekki elskar, þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur. Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefir sent einkason sinn í heiminn, til þess að vér skyldum lifa fyrir hann.1. Jóh.4:8-9.

Guð hefir gefið oss eilíft líf, og þetta líf er í syni hans. Sá, sem hefir soninn á lífið sá, sem hefir ekki Guð son á ekki lífið 1. Jóh.5:11-12.

Drottinn mun sjálfur fara fyrir þér, hann mun vera með þér, hann mun eigi sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig. Óttast þú eigi og lát eigi hugfallast. 5.Mós.31:8.


Bloggfærslur 9. mars 2022

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

224 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 216273

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband