Markúsarguðspjall.

Hver gaf þér það vald?

Þeir koma aftur til Jerúsalem og þegar hann var á gangi í helgidóminum koma til hans æðstu prestarnir, fræðimennirnir og öldungarnir og segja við hann: ,,Með hvaða valdi gerir þú þetta? Hver gaf þér það vald að þú gerir þetta?" Jesús sagði við þá: ,,Ég vil leggja eina spurningu fyrir ykkur. Svarið henni og ég mun segja ykkur með hvaða valdi ég geri þetta. Hver fól Jóhannesi að skíra, var það Guð eða voru það menn? Svarið mér!" Þeir ráðguðust hver við annan um þetta og sögðu: ,,Ef við svörum: Það var Guð, spyr hann: Hví trúðuð þig honum þá ekki? Eða ættum við að svara: Það voru menn?" - Það þorðu þeir ekki fyrir fólkinu því allir töldu að Jóhannes hefði verið sannur spámaður. Þeir svöruðu Jesú: ,,Við vitum það ekki." Jesús sagði við þá: ,,Ég segi ykkur þá ekki heldur hver fól mér að  gera þetta." Mark.11:27-33.


Bæn dagsins

Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Matt.22:37

Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast. því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns. Jes.41:10

Jesús sagði: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá, sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefir eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins.2 Jóh. 5:24.


Bloggfærslur 8. mars 2022

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

224 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 216273

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.