Kvöld bæn.

Vér erum því erindrekar Krists, eins og það væri Guð, sem áminnti, þegar vér áminnum. Vér biðjum í Krists stað: Látið sættast við Guð. 2.Kor.5:20

Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins. Sálm.46.2-3

Jesús sagði: ,,Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér." Opb.3.20

Gjörið því iðrun og snúið yður að syndir yðar verði afmáðar. Post.3:19.


Markúsarguðspjall.

Hús mitt bænahús

Þeir komu til Jerúsalem og Jesús gekk í helgidóminn og tók að reka út þá sem voru að selja þar og kaupa og hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfnasalanna. Og engum leyfði hann að bera neitt um helgidóminn. Og hann kenndi þeim og sagði. ,,Er ekki ritað: Hús mitt á að vera bænahús fyrir allar þjóðir? En þið hafið gert það að ræningjabæli." Æðstu prestarnir og fræðimennirnir heyrðu þetta og leituðu fyrir sér hvernig þeir gætu ráðið hann af dögum þeim stóð ótti af honum því að allt fólkið hreifst mjög af kenningu hans. Þegar leið að kvöldi fóru þeir úr borginni. Mark.11:15-19.


Markúsarguðspjall.

Ekkert nema blöð

Á leiðinni frá Betaníu morguninn eftir kenndi Jesús hungurs. þá sá hann álengdar laufgað fíkjutré og fór að gá hvort hann fyndi nokkuð á því. En þegar hann kom að því fann hann ekkert nema blöð enda var ekki fíknatíð. Jesús sagði þá við tréð: ,,Enginn neyti framar ávaxtar af þér að eilífu!" Þetta heyrðu lærisveinar hans. Mark.11:12-14.


Bloggfærslur 6. mars 2022

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

224 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 216273

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband