Markúsarguðspjall.

Jesú fagnað

Þegar þeir nálgast Jerúsalem og koma til Betfage og Betaníu við Olíufjallið sendir Jesús tvo lærisveina sína og segir við þá: ,,Farið í þorpið hér fram undan ykkur. Um leið og þið komið þangað munuð þið finna fola bundinn sem enginn hefur enn komið á bak . Leysið hann og komið með hann. Ef einhver spyr ykkur: Hvers vegna gerið þið þetta? Þá svarið : Drottinn þarf hans við, hann sendir hann jafnskjótt aftur hingað." Þeir fóru og fundu folann bundinn við dyr úti ástrætinu og leystur hann. Nokkrir sem stóðu þar sögðu við þá: ,,Hvers vegna eruð þið að leysa folann?" Þeir svöruðu eins og Jesús hafði sagt og þeir létu þá fara. Síðan færðu þeir Jesú folann og lögðu á hann klæði sín en hann settist á bak. Og margir breiddu klæði sín á veginn en aðrir lim sem þeir höfðu skorið af trjánum. Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu hrópuðu: ,,Hosanna. Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hosanna í hæstum hæðum!" Jesús fór inn í Jerúsalem og í helgidóminn. Þar leit hann yfir allt en þar sem komið var kvöld fór hann til Betaníu með þeim tólf. Mark.11:1-11. 


Bæn dagsins.

Úr fjarlægð birtist Drottinn mér: ,,Með ævarandi elsku hefi ég elskað þig. Fyrir því hefi ég látið náð mína haldast við þig." Jer. 31:3.

Jesús sagði: ,,Uppskeran er mikill, en verkamenn fáir Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinna." Matt.9:37-38.

Þeir, sem leita Drottins, fara einskis góðs á mis. Sálm. 34:11.


Bloggfærslur 5. mars 2022

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

224 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 216273

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband