Markúsarguðspjall.

Blindur beiningamaður

Þeir komu til Jeríkó. Og þegar Jesús fór út úr borginni ásamt lærisveinum sínum og miklum mannfjölda sat þar við veginn Bartímeus, sonur Tímeusar, blindur beiningamaður. Þegar hann heyrði að þar færi Jesús frá Nasaret tók hann að hrópa: ,,Sonur Davíðs, Jesús, miskunna þú mér!" Margir höstuðu á hann að hann þegði en hann hrópaði því meir: ,,Sonur Davíðs, miskunna þú mér!" Jesús nam staðar og sagði: ,,Kallið á hann." Þeir kalla á blinda manninn og segja við hann: ,,Vertu hughraustur, statt upp, hann kallar á þig." Blindi maðurinn kastaði frá sér yfirhöfn sinni, spratt á fætur og kom til Jesú. Jesús spurði hann: ,, Hvað vilt þú að ég geri fyrir þig?" Blindi maðurinn svaraði honum: ,,rabbúní, að ég fái aftur sjón." Jesús sagði við hann: ,,Far þú, trú þín hefur bjargað þér." Jafnskjótt fékk hann sjónina og fylgdi honum á ferðinni. Mark.10:46-52.


Bæn dagsins

Sjá, til blessunar verð mér hin sára kvöl. Þú forðaðir lífi mínu frá gröf eyðingarinnar, því að þú varpaðir að baki þér öllum syndum mínum. Jes.38:17

Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformum þínum framgengt verða. Orðskví.16:3.

Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. Fil.4:6-7.


Bloggfærslur 4. mars 2022

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

223 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.