Markúsarguðspjall.

Sá er mikill vill verða

Þá komu til Jesú Jakob og Jóhannes, synir Sebedeusar, og sögðu við hann: ,, Meistari, okkur langar að þú gerir fyrir okkur það sem við ætlum að biðja þig." Hann spurði þá: ,,Hvað viljið þið að ég geri fyrir ykkur?" Þeir svöruðu: ,, Veit okkur að við fáum að sitja þér við hlið í dýrð þinni, annar til hægri handar þér og hinn til vinstri." Jesús sagði við þá: ,,Þið vitið ekki hvers þið biðjið. Getið þið drukkið þann kaleik, sem ég drekk, eða skírst þeirri skírn sem ég skírist?" Þeir sögðu við hann: ,,Það getum við." Jesús mælti. ,,Þann kaleik, sem ég drekk, munuð þið drekka g þið munuð skírast þeirri skírn sem ég skírist. En ég ræð því ekki hver situr mér til hægri handar eða vinstri. Það veitist þeim sem það er fyrirbúið. Þegar hinir tíu heyrðu þetta gramdist þeim við þá Jakob og Jóhannes. En Jesús kallaði þá til sín og mælti: ,,Þið vitið að þeir sem teljast ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar þeirra láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar. Og sá er vill fremstur vera meðal ykkar sé allra þræll. Því að Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir alla." Mark.10:35-45.


Markúsarguðspjall.

Upp til Jerúsalem

Þeir voru nú á leið upp til Jerúsalem.Jesús gekk á undan þeim en þeir voru skelfdir og þau sem eftir fylgdu voru hrædd. Og enn tók Jesús til sín þá tólf og fór að segja þeim hvað fram við sig ætti að koma. ,,Nú förum við upp til Jerúsalem. Þar verður Mannssonurinn framseldur æðstu prestum og fræðimönnum. Þeir munu dæma hann til dauða og framselja hann heiðingjum. Og þeir munu hæða hann, hrækja á hann, húðstrýkja og lífláta en eftir þrjá daga mun hann upp rísa." Mark.10:32-34.


Bæn dagsins.

Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. Heb.13:8.

Sýnið enga fégirni í hegðun yðar, en látið yður nægja það, sem þér hafið. Guð hefir sjálfur sagt: ,Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig." Heb.13:5.

Jesús sagði: ,,Hvar, sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra." Matt.18:20.


Bloggfærslur 2. mars 2022

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

224 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 216273

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband