Markúsarguðspjall.

Skelfist ekki

Þegar Jesús gekk út úr helgidóminum segir einn lærisveina hans við hann: ,,Meistari, sjáðu, hvílíkir steinar byggingar!" Jesús svaraði honum: ,,Sérðu þessar miklu byggingar? Hér verður ekki steinn yfir steini, allt lagt í rúst." Þá er Jesús sat á Olíufjallinu gegnt helgidóminum spurðu hann einslega þeir Pétur, Jakob, Jóhannes og Andrés: ,,Seg þú okkur, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn þess að allt þetta sé að koma fram?" En Jesús tók að segja þeim: ,,Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: Það er ég! og marga munu þeir leiða í villu. En þegar þér spyrjið hernað og ófriðartíðindi þá skelfist ekki. Þetta á að verða en endirinn er ekki þar með kominn. Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verða landskjálftar á ýmsum stöðum og hungur. Þetta er upphaf fæðingarhríðanna. Mark.13:1-8.

 


Bæn dagsins.

Jesús sagði: ,,Mínir sauðir heyra raust mína og ég þekki þá, og þeir fylgja mér. Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni." Jóh.10:27-28.

Sjá Guðs lambið, sem ber synd heimsins. Jóh.1:29.


Bloggfærslur 18. mars 2022

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

224 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 216273

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband