Markúsarguðspjall.

Viðvörun

Þegar Jesús var að kenna þeim sagði hann: ,,Varist fræðimennina sem fýsir að ganga í síðskikkjum og láta heilsa sér á torgum, vilja skipa æðsta bekk í samkundum og hefðarsæti í veislum. Þeir mergsjúga heimili ekkna en flytja langar bænir að yfirskini. Þeir munu fá því þyngri dóm.

Eyrir ekkjunnar

Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið. Þá kom ekkja ein fátæk og lét það tvo smápeninga, eins eyris virði. Og Jesús kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: ,,Sannlega segi ég ykkur, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir er lögðu í fjárhirsluna. Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla  björg sína." Mark.12:38-44.


Markúsarguðspjall.

Kristur er Drottinn

Þegar Jesús var að kenna í helgidóminum sagði hann: ,,Hvernig geta fræðimennirnir sagt að Kristur sé sonur Davíðs? Sjálfur mælti Davíð af heilögum anda: 

Drottinn sagði við minn drottin: Set þig mér til hægri handar þangað til ég geri óvini þína að fótskör þinni.

Davíð kallar hann sjálfur drottin. Hvernig getur hann þá verið sonur hans?" Og hinn mikli mannfjöldi hlýddi fúslega á hann. 12:35-37.


Bæn dagsins.

Jesús sagði: ,,Þér munuð öðlast, kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri, Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar." Post.1:8.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Sálm.119:105.


Bloggfærslur 16. mars 2022

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

224 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 216273

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband